Ég hef fjölbreytta reynslu á ýmsum sviðum lögfræðinnar bæði úr námi og starfi. Í meistaranámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands lagði ég áherslu á félagarétt, samkeppnisrétt, viðskipta- og neytendarétt auk þess sem ég skrifaði meistararitgerð á sviði verðbréfamarkaðsréttar. Ég starfaði í fjölmiðlum og hjá hinu opinbera samhliða laganámi, meðal annars hjá sýslumanni og sem lögreglumaður. Samhliða laganámi tók ég áfanga í afbrotafræði á félagsvísindasviði HÍ og samningatækni í viðskiptafræðideild HÍ.
Síðan 2016 hef ég fyrst og fremst starfað við málflutning fyrir hönd ákæruvaldsins, bæði í hefðbundnum refsimálum hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og í stærri málum á sviði efnahags- og skattalagabrota hjá héraðssaksóknara. Þá starfaði ég tímabundið hjá dómsmálaráðuneytinu á skrifstofu almanna- og réttaröryggis við gerð lagafrumvarpa.
Ég legg áherslu á að veita umbjóðendum mínum persónulega og vandaða þjónustu.
Starfsferill
2012: Sumarstarf hjá Sýslumanninum á Hvolsvelli samhliða laganámi
2013-2014: Blaða- og fréttamaður samhliða laganámi hjá 365 (Vísir, Fréttablaðið og fréttastofa Stöðvar 2)
2014-2016: Héraðslögreglumaður samhliða laganámi hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi
2016-2019: Fulltrúi Lögreglustjórans á Suðurlandi
2020: Lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu
2020-2022: Saksóknarfulltrúi á efnahags- og skattalagabrotasviði héraðssaksóknara
Námsferill
2010: Stúdent frá FSu á Selfossi, viðskipta- og hagfræðibraut
2013: BA gráða frá lagadeild Háskóla Íslands
2013: Afbrotafræði (Félagsvísindasvið HÍ)
2013: Samningatækni (Viðskiptafræðideild HÍ)
2015: Stundakennari í samningarétti við Háskóla Íslands
2016: Mag. jur. frá Háskóla Íslands
2018: Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum
2016-2021: Fjölmörg námskeið fyrir ákærendur á vegum ríkissaksóknara