Um stofuna
Veitt er alhliða lögfræðiþjónusta á öllum sviðum lögfræðinnar hvort sem um er að ræða lögfræðilega ráðgjöf eða málflutning einkamála eða sakamála. Ég legg áherslu á faglega og persónulega ráðgjöf svo umbjóðendur mínir fái bestu þjónustu sem unnt er að veita.
Ég veiti lögfræðilega þjónustu á sviði bótamála í samstarfi við Arnar Vilhjálm Arnarsson, lögmann, en saman rekum við lögmannsstofuna Bótamál. Á vefsíðunni Bótamál.is má kynna sér þjónustu okkar og nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar tengdar skaðabótamálum. Með samstarfi okkar Arnars á sviði bótamála er stefnt að því að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á.
EH Legal er með skrifstofu að Ormsvelli 7 á Hvolsvelli í húsnæði Viðskiptaþjónustu Suðurlands og Lágmúla 7, 5. hæð í Reykjavík.